Fréttir

Lógó

10.04.2013

Nýtt lógó er komið fyrir Bót.is þar sem okkur fannst hitt vera orðið ansi þreytt :)  Ingunn Anna Þráinsdóttir frænka mín hannaði fyrir okkur þetta flott lógó og á hún þakkir skilið.  Hugmyndin er einföld ..saumavélin og svo er merkið að sjálfsögðu saumað og vattstungið !! Nema hvað.

Lesa meira

Ný vefsíða

10.04.2013

 

Nú er ný vefsíða komin í loftið og leysir þá gömlu af.  Sakna nú samt þessara gömlu þar sem ég kunni á hana út og inn:) en þetta kemur allt.  Vefverslunin nú er þeim eiginleikum gædd að vörur sem ekki eru til merkjast sem uppseldar og því get ég ekki eins og ég hef oft áður gert selt vöru sem ekki er til !!! Samt er hægt að panta uppselda vöru og fer hún þá í bið og verður afgreidd þegar hún kemur.  Endilega vafrið um og skoðið hvað síðan hefur uppá að bjóða og mun ég á næstu dögum yfirfara allt sem til er og sjá til þess að það birtist ykku í vefversluninni.  Nú bjóðum við líka upp á að fá sniðin okkar rafrænt ef þið kjósið það.  Þá er valið rafrænt þegar varan er pöntuð og sendingamátinn líka.  Ég mun svo senda á netfangið sem gefið er upp.  Greiðslumátinn er tvennskonar núna þar sem ekki er komin tenging við kortafyrirtæki. Hægt verður að greiða með millifærslu eða fá sendan greiðsluseðil í heimabanka.  Vona að þið eigið eftir að njóta.  Kveðja, Anna Guðný.

Lesa meira

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013