Afhending 
Þegar vara er pöntuð hjá okkur er greitt fyrir hana annaðhvort með millifærslu eða í heimabanka. Við afgreiðum hana eins fljótt og unnt er eftir að greiðsla hefur borist. Varan er send með Íslandspósti og tekur pósturinn yfirleitt 1 - 3 virka daga að koma vörunni til skila.
 
Sendingarkostnaður 
Hjá okkur er fastur sendingarkostnaður, sama hve pakkinn er stór eða lítill. Við sendum vörur með Íslandspósti, nema viðskiptvinur óski annars,  og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Íslandspóst um dreifingu og afhendingu. Það má lesa um þá hér:http://www.postur.is. Sendingar eru ýmisst skráðar hjá Íslandspósti eða ekki og fer það eftir stærð sendingar. Bót.is tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð. 
 
Greiðsla á vörum
Hægt er að borga með millifærslu inn á reikning Stranga ehf, sem er rekstraraðili Bót.is.  Einnig er hægt að velja um að fá reikning inn í heimabanka og birstist hann þar á nafni Stranga ehf.
 
Strangi ehf.
kt.460110-0250
Bankanr. 0325-26-46011
 
Vinsamlega sendið kvittun á bot@bot.is
 
 
Verð  
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur. 
 
Vörur 
Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörurnar okkar í réttum litum. Það er hins vegar útilokað að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á þínum tölvuskjá vegna þess að vefmyndir búa við ákveðnar tæknilegar takmarkanir. 
 
Skilaréttur 
Góð þjónusta er lykilatriði í okkar augum, og því tökum við vöruna þína til baka innan 30 daga frá kaupdagsetningu, með bros á vör. Þú getur valið um að fá vöruna endurgreidda eða velja þér aðra. Einu skilyrðin eru að varan sé í upprunalegum umbúðum, allir aukahlutir fylgi vörunni og framvísa skal reikningi. Kaupandi greiðir sjálfur kostnað við að koma vörunni til okkar. ATH. ekki er hægt að skila sniðum og efnum sem skorin hafa verið niður að ósk kaupanda.
Útsöluvöru er ekki hægt að skila.  

Athugið að aðeins er hægt að krefjast endurgreiðslu sé ljóst að vara sé gölluð, röng vara hafi verið send miðað við pöntun eða hún sé augljóslega ekki í samræmi við myndir, lýsingar og gefnar upplýsingar um hana.

Ef upp kemur galli eða eitthvað af ofangreindum atriðum skal hafa samband strax við okkur í síma 894-7979 eða 840-7227
 
 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013